Lausnir jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 30. apríl 2020 16:30 Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Og líka hitt: nú reynir á kerfin okkar. Það reynir á heilbrigðiskerfið sem aldrei fyrr og það reynir á velferðarkerfið við að verja almenning fyrir afleiðingum þess að tekjur heimila falla. Um leið verðum við að finna leiðir til að renna fleiri öflugum stoðum undir atvinnulífið og efla þær sem fyrir eru til nýrrar sóknar. Raunhæfar lausnir Það skiptir máli hverjir halda um stjórnartaumana því það skiptir máli hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ákvarðanir um hvert samfélagið stefnir eru pólitískar. Jafnaðarmenn verja og styðja þær fjölskyldur sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur, en frjálshyggjumenn hugsa fyrst um hag hátekju- og stóreignafólks, eins og reynslan sýnir. Öll nágrannaríki okkar eru að vinna að lausnum fyrir fyrirtæki líkt og stjórnvöld hér á landi. Unnið er gegn atvinnuleysi með framkvæmdum og störfum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum lán á góðum kjörum, styrki til þeirra sem var gert að loka vegna COVID-19 og frestun á ýmsum greiðslum. Nú síðast er boðað að koma eigi til mót við fyrirtæki til að borga laun í uppsagnarfresti. Svo er fleira boðað seinna sem enginn veit hvað er þó allir viti að ekki sé nóg að gert. Það er nauðsynlegt að koma fyrirtækjum í vanda til aðstoðar. Það er ríkisstjórnin líka tilbúin til að gera. En hún vill ekki samþykkja tillögu okkar í Samfylkingunni um að hækka atvinnuleysisbætur sem eru langt undir lágmarkslaunum. Vill ekki koma fólki sem misst hefur vinnuna til aðstoðar þegar aðstæður á vinnumarkaði hafa aldrei verið verri. Icelandair Eðlilega óttast fólk um fyrirtæki sem eru skilgreind sem kerfislega mikilvæg. Icelandair er í þeirri stöðu hér á landi. Eigum við að verja peningum skattborgara til sérstaks stuðnings við Icelandair? Og hvers vegna þá? Ég held að ríkið þurfi að koma að rekstri flugfélagsins með sértækum hætti og ég vil gera það þannig að einhver von sé til þess að fjármunirnir skili sér til baka ef hagur fyrirtækisins batnar. Verðug leið til skoðunar er að Icelandair stofni nýtt dótturfélag um rekstur Icelandair. Ríkið láni félaginu fyrir hlutafjárframlaginu og taki veð í því um leið. Móðurfélagið leigir dótturfélaginu allar þær eignir sem félagið þarf til flugrekstrar á sanngjörnum kjörum. Með þessum hætti getur ríkið lánað til félagsins án þess að það fari inn í móðurfélagið og hverfist um fortíðarvanda þess. Þessi leið getur hjálpað til að vernda þau störf sem von er til að nýtist, þegar markaðir opnast með einhverjum hætti. Næstu misserin fari móðurfélagið í fjárhagslega endurskipulagningu og ef hún heppnast verða félögin sameinuð. Ef hún mistekst leysi ríkið dótturfélagið til sín og selur það í fyllingu tímans. Þessi aðferð er kölluð hive-down og er vel þekkt leið til að vernda rekstur á meðan eigendum er gefið tækifæri til að endurreisa fjárhag móðurfélags. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðismenn tala fyrir sölu Keflavíkurflugvallar og sölu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Við í Samfylkingunni munum vinna kröftuglega gegn þeirri hugmynd. Keflavíkurflugvöllur er hlið okkar inn og út úr landinu. Hlið sem varðar þjóðaröryggi á öllum tímum. Við setjum ekki einokunaraðstöðu í hendur á aðilum sem hafa gróða einan að markmiði. Mikilvægt er að í þessu – og örðum þeim vandamálum sem blasa nú við okkur – séu lausnir og leiðir jafnaðarstefnunnar hafðar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun