Fréttir

Fallegt en kalt í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gera má ráð fyrir hægviðri á landinu öllu í dag og frosti. 
Gera má ráð fyrir hægviðri á landinu öllu í dag og frosti.  Vísir/Vilhelm

Í dag verður hægviðri, léttskýjað og vægt frost fram af degi en snýst svo í suðvestangolu og þykknar upp og hlýnar. Þá mun hvessa mikið á morgun og verður stormur á norðanverðu landinu gangi spár eftir. Víða mun rigna en einkum vestan til. Ferðamenn á Norðurlandi eru hvattir til að aka varlega á morgun.

Á þriðjudag dregur heldur úr vindi og léttir víða til en áfram verður skýjað með suður- og vesturströndinni. Veðrið mun haldast milt og úrkomulítið fram eftir vikunni en áfram mun kólna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×