Búin var til viðbragðsáætlun létist Boris af Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 15:45 Búin var til viðbragðsáætlun ef ske kynni að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dæi vegna Covid-19. EPA/ANDREW PARSONS Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að viðbragðsáætlun hafi verið búin til ef ske kynni að hann létist vegna Covid-19. Johnson lá fárveikur inni á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Hann sagði að á tímabili hafi verið helmingslíkur á því að hann hefði þurft að fara í öndunarvél í viðtali við tímaritið Sun í dag. „Þetta var mjög erfitt augnablik, ég neita því ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að læknarnir hans hafi búið til viðbragðsáætlun ef hann félli frá. „Þeir voru með áætlun til að fara eftir ef upp kæmu aðstæður eins og þegar Stalín dó,“ sagði hann og vísaði til fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Jóseps Stalín. Johnson sagði að sér hafi verið gefnir tugir lítra af súrefni til að halda sér á lífi og sagði góðan bata sinn mega rekja til góðrar hjúkrunar. „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess… en þetta var magnað.“ Johnson greindist með Covid-19 þann 26. Mars og var hann lagður inn á sjúkrahús tíu dögum síðar. Sólarhring seinna var hann lagður inn á gjörgæslu. „Það var erfitt að trúa því að á aðeins nokkrum dögum hafi heilsa mín hrakað svo mikið,“ sagði hann. Johnson hefur lofað heilbrigðisstarfsfólk í bak og fyrir eftir að honum batnaði af sjúkdómnum. Hann og Carrie Symonds, unnusta hans, skírðu nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas, að hluta í höfuð tveggja lækna sem parið segir hafa bjargað lífi forsætisráðherrans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28 Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20 Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Sonurinn nefndur í höfuð lækna sem björguðu lífi Boris Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa skírt nýfæddan son þeirra Wilfred Lawrie Nicholas. 2. maí 2020 18:28
Johnson og Symonds eignuðust dreng Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel. 29. apríl 2020 09:20
Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. 27. apríl 2020 14:05