Man City kláraði Chelsea í fyrri hálfleik Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. janúar 2021 18:18 Chelsea átti engin svör við þessum tveimur. vísir/Getty Manchester City þurfti ekki langan tíma til að ganga frá Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Stamford Bridge í kvöld. Leikurinn var aðeins átján mínútna gamall þegar þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan kom gestunum í forystu. Nokkrum andartökum síðar tvöfaldaði Phil Foden forystuna eftir undirbúning Kevin De Bruyne. Það var svo De Bruyne sem rak síðasta naglann í kistu heimamanna með marki á 34.mínútu og leiddu gestirnir því með þremur mörkum í leikhléi. Heimamenn áttu aldrei möguleika á að koma til baka en náðu inn sárabótamarki á síðustu mínútu leiksins þegar Callum Hudson Odoi skoraði skömmu áður en flautað var til leiksloka og afar öruggur sigur Manchester City staðreynd. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með sigrinum lyfti Man City sér upp í 5.sæti deildarinnar. Fótbolti Enski boltinn
Manchester City þurfti ekki langan tíma til að ganga frá Chelsea í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Stamford Bridge í kvöld. Leikurinn var aðeins átján mínútna gamall þegar þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan kom gestunum í forystu. Nokkrum andartökum síðar tvöfaldaði Phil Foden forystuna eftir undirbúning Kevin De Bruyne. Það var svo De Bruyne sem rak síðasta naglann í kistu heimamanna með marki á 34.mínútu og leiddu gestirnir því með þremur mörkum í leikhléi. Heimamenn áttu aldrei möguleika á að koma til baka en náðu inn sárabótamarki á síðustu mínútu leiksins þegar Callum Hudson Odoi skoraði skömmu áður en flautað var til leiksloka og afar öruggur sigur Manchester City staðreynd. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn með sigrinum lyfti Man City sér upp í 5.sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti