Curry rauðglóandi og skoraði 62 stig í sigri Golden State Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 07:30 Damion Lee þurfti að kæla Stephen Curry niður eftir leikinn gegn Portland Trail Blazers. getty/Ezra Shaw Stephen Curry fór hamförum og skoraði 62 stig þegar Golden State Warriors sigraði Portland Trail Blazers, 137-122, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira