NBA dagsins: Íhuguðu að mæta ekki til leiks í mótmælaskyni en unnu sætan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 14:32 Leikmenn Boston Celtics krupu á hné þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. getty/Michael Reaves Úrslitin réðust á lokandartökunum þegar Miami Heat tók á móti Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Boston vann leikinn, 105-107. Nýliðinn Payton Pritchard skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann tók þá sóknarfrákast eftir skot Marcus Smart og kom boltanum ofan í körfuna. Leikmenn Boston íhuguðu að spila leikinn ekki í mótmælaskyni við skrílslætin í þinghúsinu í Washington. Þeir mættu þó til leiks og unnu liðið sem sló þá út í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég held að við vonumst öll eftir því að fólkið sem við kjósum í valdastöður sýni leiðtogahæfni sína með því að þjónusta aðra, sýna samúð og koma fram af virðingu. Í staðinn kusum við forseta, sem er sem betur fer á leiðinni út, sem sýnir engan þokka. Það hefur verið stöðugt. Þeir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sigurinn. Auðvitað skiptir íþróttaheimurinn minna máli en ég hef alltaf litið svo á að ef þú ert tilbúinn að fórna öllum gildum fyrir sigur þá verður endirinn alltaf ófullnægjandi. Ég hlakka til dagsins eftir tvær vikur,“ sagði Brad Stevens, þjálfari Boston, eftir leikinn í nótt. „Íþróttir eru oft notaðar til að lyfta fólki upp og breiða út gleðina,“ sagði Jaylen Brown sem skoraði 21 stig fyrir Boston gegn Miami. Jayson Tatum var stigahæstur Boston-manna með 27 stig. Hetjan Pritchard skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á tuttugu mínútum. Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar með sex sigra og þrjú töp. Miami er í 11. sæti með þrjá sigra og fjögur töp. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Miami og Boston. Þar má einnig sjá brot úr sigri Philadelphia 76ers á Washington Wizards og úr sigri Phoenix Suns á Toronto Raptors sem og tíu flottustu tilþrif leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 7. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01 Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
NBA-þjálfararnir harðorðir í garð Trump og óeirðaseggjanna hans Þjálfarar í NBA deildinni voru mjög pólitískir eftir leiki NBA-deildarinnar í nótt og ekki af ástæðulausu. 7. janúar 2021 13:01
Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. 7. janúar 2021 08:00