Tár, bros og krabbamein Arna Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:32 Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun