Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 13. janúar 2021 07:14 Liz Cheney er í hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney. Getty Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05