City marði Brighton Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2021 19:52 Foden hefur verið frábær á leiktíðinni. Matt McNulty/Getty Manchester City er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Man. United og á leik til góða, en City vann 1-0 sigur á Brighton í kvöld. Ederson var kominn aftur í markið hjá Man. City eftir að hafa glímt við kórónuveiruna en Pep Guardiola hreyfði aðeins við liðinu. Raheem Sterling og Kyle Walker byrjuðu meðal annars á bekknum. Það var hinn ungi og efnilegi Phil Foden sem skoraði fyrsta markið á 44. mínútu. Kevin De Bruyne kom boltanum á Foden sem lék sér skemmtilega með boltann og skoraði með góðu skoti. ⭐ Phil Foden (aged 20 years & 230 days) is the youngest midfielder to reach 10 career PL goals since Dele Alli (20 years & 7 days) in April 2016. 🔵 He’s now @ManCity’s top scorer in all competitions this season with 8 goals pic.twitter.com/57uuMGvaKp— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 13, 2021 Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri en Brighton menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna. City fékk víti á 93. mínútu en Raheem Sterling brenndi af og lokatölur 1-0. Liðið er nú í þriðja sætinu með 32 stig eftir sextán leiki. Liverpool er í öðru sætinu með 33 stig eftir sautján leiki og toppliðið Man. United með 36 stig eftir sautján leiki. 3 - Raheem Sterling is the first player to miss three consecutive Premier League penalties since Saido Berahino did so between April 2016-September 2017. Wayward. #MCIBHA— OptaJoe (@OptaJoe) January 13, 2021 Brighton er í sautjánda sætinu, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn
Manchester City er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Man. United og á leik til góða, en City vann 1-0 sigur á Brighton í kvöld. Ederson var kominn aftur í markið hjá Man. City eftir að hafa glímt við kórónuveiruna en Pep Guardiola hreyfði aðeins við liðinu. Raheem Sterling og Kyle Walker byrjuðu meðal annars á bekknum. Það var hinn ungi og efnilegi Phil Foden sem skoraði fyrsta markið á 44. mínútu. Kevin De Bruyne kom boltanum á Foden sem lék sér skemmtilega með boltann og skoraði með góðu skoti. ⭐ Phil Foden (aged 20 years & 230 days) is the youngest midfielder to reach 10 career PL goals since Dele Alli (20 years & 7 days) in April 2016. 🔵 He’s now @ManCity’s top scorer in all competitions this season with 8 goals pic.twitter.com/57uuMGvaKp— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 13, 2021 Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri en Brighton menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna. City fékk víti á 93. mínútu en Raheem Sterling brenndi af og lokatölur 1-0. Liðið er nú í þriðja sætinu með 32 stig eftir sextán leiki. Liverpool er í öðru sætinu með 33 stig eftir sautján leiki og toppliðið Man. United með 36 stig eftir sautján leiki. 3 - Raheem Sterling is the first player to miss three consecutive Premier League penalties since Saido Berahino did so between April 2016-September 2017. Wayward. #MCIBHA— OptaJoe (@OptaJoe) January 13, 2021 Brighton er í sautjánda sætinu, þremur stigum frá fallsæti.