Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 07:15 James Harden hefur verið stigahæstur í NBA-deildinni þrjú síðustu tímabil. Getty/Carmen Mandato Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. Brooklyn mun þar með geta teflt fram þremur af launahæstu leikmönnum deildarinnar, mönnum sem hæglega geta skorað 25 stig í leik. Harden hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú síðustu ár í röð. Fyrir eru hjá Brooklyn Kevin Durant, gamall liðsfélagi Hardens, og Kyrie Irving. Allir eru þeir með samning sem gildir til 2023. Harden verður þar með að ósk sinni eftir að hafa ekki farið leynt með það hve þreyttur hann væri á stöðu Houston Rockets, en þar hefur hann verið aðalmaðurinn um árabil. Núna ætti þessi 31 árs gamli leikmaður að geta barist um titla. Sources: Full current trade:Rockets: Victor Oladipo, Dante Exum, Rodions Kurucs, 3 BKN first-rounders (22, 24, 26), 1 MIL first (22, unprotected), 4 BKN 1st round swaps (21, 23, 25, 27) Nets: James HardenPacers: Caris LeVert, 2nd-rounderCavs: Jarrett Allen, Taurean Prince— Shams Charania (@ShamsCharania) January 13, 2021 Harden fer frá Houston til Brooklyn með aðkomu tveggja félaga til viðbótar, Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers, í flókinni félagaskiptafléttu sem aðeins á eftir að staðfesta. Frá þessu greina meðal annars ESPN og AP fréttaveitan. Brooklyn fórnar framtíðarvalréttum í nýliðavali, sem þýðir að staðan gæti versnað hratt þegar nýja stjörnutríóið lætur gott heita. Fléttan felur einnig í sér að Caris LeVert fari til Indiana frá Brooklyn, Victor Oladipo til Indiana frá Houston, og þeir Jarrett Allen og Taurean Prince til Cleveland frá Brooklyn. NBA Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Brooklyn mun þar með geta teflt fram þremur af launahæstu leikmönnum deildarinnar, mönnum sem hæglega geta skorað 25 stig í leik. Harden hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú síðustu ár í röð. Fyrir eru hjá Brooklyn Kevin Durant, gamall liðsfélagi Hardens, og Kyrie Irving. Allir eru þeir með samning sem gildir til 2023. Harden verður þar með að ósk sinni eftir að hafa ekki farið leynt með það hve þreyttur hann væri á stöðu Houston Rockets, en þar hefur hann verið aðalmaðurinn um árabil. Núna ætti þessi 31 árs gamli leikmaður að geta barist um titla. Sources: Full current trade:Rockets: Victor Oladipo, Dante Exum, Rodions Kurucs, 3 BKN first-rounders (22, 24, 26), 1 MIL first (22, unprotected), 4 BKN 1st round swaps (21, 23, 25, 27) Nets: James HardenPacers: Caris LeVert, 2nd-rounderCavs: Jarrett Allen, Taurean Prince— Shams Charania (@ShamsCharania) January 13, 2021 Harden fer frá Houston til Brooklyn með aðkomu tveggja félaga til viðbótar, Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers, í flókinni félagaskiptafléttu sem aðeins á eftir að staðfesta. Frá þessu greina meðal annars ESPN og AP fréttaveitan. Brooklyn fórnar framtíðarvalréttum í nýliðavali, sem þýðir að staðan gæti versnað hratt þegar nýja stjörnutríóið lætur gott heita. Fléttan felur einnig í sér að Caris LeVert fari til Indiana frá Brooklyn, Victor Oladipo til Indiana frá Houston, og þeir Jarrett Allen og Taurean Prince til Cleveland frá Brooklyn.
NBA Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira