Elín Jónsdóttir deildarforseti nýrrar lagadeildar á Bifröst Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2021 12:10 Elín hyggst meðal annars leggja áherslu á að styrkja kennslu í greinum sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækja, nýsköpun og tækni. Samsett Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hún hefur gegnt starfi umsjónarmanns laganáms síðan í haust en ákveðið hefur verið að lagadeildin verði aftur sérstök deild við skólann. Elín hefur þegar hafið störf sem forseti lagadeildar en deildin sjálf tekur til starfa frá og með næsta hausti. Elín er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með LL.M. gráðu frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum og MBA-gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað við lögfræði og stjórnun og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, forstjóri Bankasýslu ríkisins og framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev, er segir á vef Háskólans á Bifröst. Þá hefur Elín viðamikla reynslu af stjórnarstörfum m.a. sem stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar, Regins fasteignafélags og Borgunar. Elín situr nú í stjórn Borgunar hf., Skeljungs hf., og Arnrúnar ses., sem er byggingarfélag Kvennaathvarfsins. Vill sækja fram Haft er eftir Elínu í tilkynningu að sú ákvörðun að koma aftur á fót sérstakri lagadeild sýni að rektor og stjórn hafi mikla trú á deildinni og vilji tryggja vöxt hennar og viðgang. Lagadeild og félagsvísindadeild skólans voru sameinaðar árið 2017. „Fræðigreinin fær við það meiri áherslu í starfi innan skólans og stuðningur við nemendur og kennara eykst,“ segir Elín. „Að mínu mati er Háskólinn á Bifröst í góðri stöðu til að sækja fram og styrkja laganámið nú þegar líður að tuttugu ára afmæli laganáms við skólann. Lögfræðinám við Bifröst hefur frá upphafi haft skýra aðgreiningu í flóru þeirra háskóla sem kenna lögfræði hér á landi. Þá vísa ég bæði til samstarfsins við viðskiptadeild varðandi námsframboð og til þess fjölbreytta nemendahóps sem skólinn þjónar með fjarkennslu.“ Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Elín hefur þegar hafið störf sem forseti lagadeildar en deildin sjálf tekur til starfa frá og með næsta hausti. Elín er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með LL.M. gráðu frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum og MBA-gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi, auk prófs í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað við lögfræði og stjórnun og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, forstjóri Bankasýslu ríkisins og framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev, er segir á vef Háskólans á Bifröst. Þá hefur Elín viðamikla reynslu af stjórnarstörfum m.a. sem stjórnarformaður Tryggingarmiðstöðvarinnar, Regins fasteignafélags og Borgunar. Elín situr nú í stjórn Borgunar hf., Skeljungs hf., og Arnrúnar ses., sem er byggingarfélag Kvennaathvarfsins. Vill sækja fram Haft er eftir Elínu í tilkynningu að sú ákvörðun að koma aftur á fót sérstakri lagadeild sýni að rektor og stjórn hafi mikla trú á deildinni og vilji tryggja vöxt hennar og viðgang. Lagadeild og félagsvísindadeild skólans voru sameinaðar árið 2017. „Fræðigreinin fær við það meiri áherslu í starfi innan skólans og stuðningur við nemendur og kennara eykst,“ segir Elín. „Að mínu mati er Háskólinn á Bifröst í góðri stöðu til að sækja fram og styrkja laganámið nú þegar líður að tuttugu ára afmæli laganáms við skólann. Lögfræðinám við Bifröst hefur frá upphafi haft skýra aðgreiningu í flóru þeirra háskóla sem kenna lögfræði hér á landi. Þá vísa ég bæði til samstarfsins við viðskiptadeild varðandi námsframboð og til þess fjölbreytta nemendahóps sem skólinn þjónar með fjarkennslu.“
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira