Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 09:13 Fjöldi fólks kom saman við þinghúsið þann 6. janúar til að mótmæla staðfestingu á sigri Joes Biden í forsetakosningunum. Æstum múg tókst að brjóta sér leið inn í þinghúsið. Lev Radin/Pacific Press/LightRocket via Getty Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. Frá þessu greinir New York Times og greinir frá því að yfir 30 þingmenn hafi lýst áhyggjum sínum af því að kollegar þeirra hafi veitt einhverjum úr röðum herskárra stuðningsmanna forsetans leiðsögn um þinghúsið fyrir árásina. Tilurð rannsóknarinnar er sú að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, skipaði í gær Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu vegna árásar múgsins í síðustu viku. Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Getty/Stefani Reynolds Pelosi hefur þá sagt að ef í ljós kemur að einhverjir fulltrúadeildarþingmenn Repúblikana hafi aðstoðað stuðningsmenn Trumps við að komast inn í og um þinghúsið yrði þeim refsað. Hún hafi verið í sambandi við hermálaráðherra Bandaríkjanna og yfirmann leyniþjónustunnar til þess að tryggja að atburðir síðustu viku myndu ekki endurtaka sig þann 20. janúar næstkomandi, þegar Joe Biden sver embættiseið og tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og greinir frá því að yfir 30 þingmenn hafi lýst áhyggjum sínum af því að kollegar þeirra hafi veitt einhverjum úr röðum herskárra stuðningsmanna forsetans leiðsögn um þinghúsið fyrir árásina. Tilurð rannsóknarinnar er sú að Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, skipaði í gær Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu vegna árásar múgsins í síðustu viku. Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Getty/Stefani Reynolds Pelosi hefur þá sagt að ef í ljós kemur að einhverjir fulltrúadeildarþingmenn Repúblikana hafi aðstoðað stuðningsmenn Trumps við að komast inn í og um þinghúsið yrði þeim refsað. Hún hafi verið í sambandi við hermálaráðherra Bandaríkjanna og yfirmann leyniþjónustunnar til þess að tryggja að atburðir síðustu viku myndu ekki endurtaka sig þann 20. janúar næstkomandi, þegar Joe Biden sver embættiseið og tekur við embætti forseta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira