Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 09:05 Mikill viðbúnaður er í Washington-borg vegna innsetningar Joes Biden í embætti forseta síðar í vikunni. Getty/Tasos Katopodis Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira