Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 14:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis. vísir/Vilhelm Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd í tæpa tvo mánuði. Um þessar mundir er verið að kalla gesti fyrir nefndina og á nefndarfundi í morgun fóru lögfræðingar hjá heilbrigðisráðuneytinu yfir málið. Samfylkingin óskaði eftir því í síðustu viku að þing kæmi saman til þess að afgreiða breytingar á sóttvarnalögum sem myndu skjóta lagastoðum undir skyldubundna tvöfalda skimun á landamærunum, sem sóttvarnalæknir og yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli höfðu kallað eftir. Síðar birti heilbrigðisráðherra hins vegar reglugerð sem skyldar alla sem hingað koma í tvöfalda skimun og segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, ekki liggja eins mikið á málinu nú þegar ríkisstjórnin telur lagagrundvöll fyrir aðgerðunum. „Þá getum við unnið faglega að þessu. Það eru grundvallaratriði sem þarf að skoða og við þurfum að gera það með vönduðum hætti,“ segir Helga Vala og nefnir sem dæmi að fleiri en heilbrigðisráðherra eigi ef til vill að koma að stórum íþyngjandi aðgerðum líkt og ákvörðunum um útgöngubann eða lokun fyrirtækja. „Hvort það eigi til dæmis að vera fleiri en einn ráðherra, eða hvort bera eigi ákvarðanir undir Alþingi,“ segir hún. „Þannig að hin lýðræðislega samkoma veiti ráðherra stuðning og að heilbrigðisráðherra standi þá ekki einn í rokinu. Þetta eru aðgerðir sem er verið að grípa til úti í heimi.“ Hún telur þetta fyrirkomulag ekki til þess fallið að hægja á ferlinu þar sem þingið sé fært um að afgreiða lög á einum degi. Aðspurð hvenær til stendur að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd segist Helga Vala binda vonir við að það verði í þessum mánuði. „Ég vonast til þess en veit þó ekki hvort það verði,“ segir hún og bendir á að fleiri gestir eigi enn eftir að koma fyrir nefndina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira