Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2021 18:31 Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“ Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Síðasti dagur Donalds Trump í embætti er senn á enda en Biden verður forseti númer 46. á morgun. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Trump ætlar ekki að mæta á athöfnina og verður fyrsti forsetinn í hálfa aðra öld til að skrópa á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Hann mun heldur ekki taka á móti þeim Joe og Jill Biden í Hvíta húsinu eins og hefð er ferinn. Almenningur hefur verið beðinn um að mæta heldur ekki á athöfnina, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið 6. janúar. Öryggisgæsla var hert mjög í borginni eftir árásina. Fleiri hermenn en í Írak og Afganistan Alls eru 25.000 þjóðvarðliðar við störf í borginni. Þrefalt fleiri en þeir átta þúsund sem voru þegar Trump tók við embætti fyrir fjórum árum og fimmfalt fleiri en hermennirnir 5.000 sem eru nú í Írak og Afganistan. Alríkislögreglan gerir nú bakgrunnsrannsóknir á þjóðvarðliðunum en samkvæmt varnarmálaráðuneytinu bendir ekkert til mögulegrar innanbúðarárásar. Bryndís Bjarnadóttir er meistaranemi í öryggisfræðum í Georgetown, búsett í Washington.Aðsend Borgarbúar halda sig innandyra En hvernig er andrúmsloftið í Washington í ljósi þessa herta öryggis? Bryndís Bjarnadóttir meistaranemi er búsett í borginni. „Það er ekki hægt að fara út nema að sjá hermenn í fullum klæðum og með byssurnar sínar. Það er ekki það sem fólk vill dags daglega,“ segir Bryndís. Hún segir borgina minna á herstöð. „Þau eru búin að setja upp stöðvar úti um allt sem þú getur farið í gegnum og þá þarftu að sýna skilríki ef þú vilt komast inn á ákveðin svæði og þú þarft að vera með „resident card“ til að komast á ákveðin svæði. Þannig flestir sem ég þekki halda sig innan dyra eins og er.“ Þá segir Bryndís borgarbúa, sem langflestir kusu Biden, ekki eiga eftir að sakna Trumps. „Fólk hefur náttúrulega rosalega sterkar skoðanir á Trump og fyrst meirihlutinn eru Demókratar er fólk mjög spennt yfir því að Trump sé að fara.“
Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. 13. janúar 2021 21:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent