Erfið fæðing en þrjú stig hjá City í rigningunni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. janúar 2021 19:55 City er á toppnum, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir 2-0 sigurinn í dag. Martin Rickett/Getty Manchester City er á toppnum, að minnsta kosti fram á kvöld, eftir 2-0 sigur á Aston Villa í kvöld. City er með 38 stig, jafn mörg og grannar sínar í United sem eiga þó leik til góða, en Villa er í ellefta sætinu, með 26 eftir sextán leiki. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur. Bæði lið fengu sín færi í leiknum en ekkert mark var skorað áður en Jonathan Moss, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. City var eðlilega meira með boltann en Villa átti flottar skyndisóknir og sköpuðu sér ágætis hættufæri ásamt því að verjast fimlega. Aston Villa have already blocked ELEVEN shots against Man City; the most by a team in the Premier League this season is 13 from Leeds against Liverpool. 🧱— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Ilkay Gundögan fékk gott færi eftir klukkutíma leik og Phil Foden fékk einnig færi. Það var ellefu mínútum fyrir leikslok sem fyrsta markið kom en Bernardo Silva skoraði þá með þrumuskoti. Villa menn voru ósáttir og vildu fá rangstöðu í aðdragandanum. Þeim var svo heitt í hamsi að Dean Smith, þjálfara Villa, var gefið rautt spjald. Á lokamínútu venjulegs leiktíma tvöfölduðu heimamenn forystuna. Matty Cash fékk boltann í höndina eftir skalla Gabriel Jesus og vítaspyrna dæmd. Ilkay Gundögan skoraði úr vítaspyrnunni og lokatölur 1-0. Man City make it 6️⃣ #PL wins in a row#MCIAVL pic.twitter.com/4wgIn16OKc— Premier League (@premierleague) January 20, 2021 Enski boltinn
Manchester City er á toppnum, að minnsta kosti fram á kvöld, eftir 2-0 sigur á Aston Villa í kvöld. City er með 38 stig, jafn mörg og grannar sínar í United sem eiga þó leik til góða, en Villa er í ellefta sætinu, með 26 eftir sextán leiki. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur. Bæði lið fengu sín færi í leiknum en ekkert mark var skorað áður en Jonathan Moss, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. City var eðlilega meira með boltann en Villa átti flottar skyndisóknir og sköpuðu sér ágætis hættufæri ásamt því að verjast fimlega. Aston Villa have already blocked ELEVEN shots against Man City; the most by a team in the Premier League this season is 13 from Leeds against Liverpool. 🧱— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Ilkay Gundögan fékk gott færi eftir klukkutíma leik og Phil Foden fékk einnig færi. Það var ellefu mínútum fyrir leikslok sem fyrsta markið kom en Bernardo Silva skoraði þá með þrumuskoti. Villa menn voru ósáttir og vildu fá rangstöðu í aðdragandanum. Þeim var svo heitt í hamsi að Dean Smith, þjálfara Villa, var gefið rautt spjald. Á lokamínútu venjulegs leiktíma tvöfölduðu heimamenn forystuna. Matty Cash fékk boltann í höndina eftir skalla Gabriel Jesus og vítaspyrna dæmd. Ilkay Gundögan skoraði úr vítaspyrnunni og lokatölur 1-0. Man City make it 6️⃣ #PL wins in a row#MCIAVL pic.twitter.com/4wgIn16OKc— Premier League (@premierleague) January 20, 2021