Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 22:28 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. Getty/John Sibley Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36