Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 06:38 Þingmenn fulltrúadeildarinnar fara hér með ákæruna yfir til öldungadeildarinnar til að afhenda hana formlega. Getty/Samuel Corum Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira