Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2021 13:11 Sýnatökur einkennalausra fyrir ferðalög fer fram á Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Nálgast þarf slíkt vottorð hjá heilsugæslu en ólíkt hefðbundinni Covid-19 sýnatöku sem er endurgjaldslaus þurfa einstaklingar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi að greiða 13.395 krónur til að útiloka sýkingu og fá afhent vottorð þess efnis. Þá greiða erlendir ríkisborgarar án evrópska sjúkratryggingakortsins og einstaklingar sem eru ekki með fasta búsetu hér á landi og kennitölu 24.475 krónur. Þess fyrir utan getur kostnaðurinn breyst lítillega ef fólk nálgast vottorð utan dagvinnutíma eða þegar um er að ræða börn og eldri borgara. Verslunarþyrstir ferðalangar fá ólíklega mikið út úr því að fara til London þessa daganna þar sem útgöngubann er nú í gildi. Getty/Chris Jackson SMS-skeyti nægir ekki eitt og sér Ef horft er til þess að hægt er að tryggja sér flugsæti aðra leiðina til London í mars fyrir svo lítið sem 2.813 krónur þegar þetta er skrifað er ljóst að skimunargjaldið getur orðið hlutfallslega drjúgur kostnaðarauki fyrir ferðalanga. Fyrst var greint frá gjaldinu á ferðavefnum Túrista en þar var miðað við 15 þúsund króna fargjald Icelandair til London. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu eru SMS-skeyti með niðurstöðu ekki tekin gild í flestum löndum og því ekki vænlegt til árangurs að skrá sig frekar í hefðbundna sýnatöku hjá heilsugæslu til að reyna komast hjá gjaldtökunni. Þess ber að geta að þeir farþegar sem einungis millilenda á flugvelli í Danmörku þurfa sömuleiðis að framvísa vottorði. Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nálgast þarf slíkt vottorð hjá heilsugæslu en ólíkt hefðbundinni Covid-19 sýnatöku sem er endurgjaldslaus þurfa einstaklingar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi að greiða 13.395 krónur til að útiloka sýkingu og fá afhent vottorð þess efnis. Þá greiða erlendir ríkisborgarar án evrópska sjúkratryggingakortsins og einstaklingar sem eru ekki með fasta búsetu hér á landi og kennitölu 24.475 krónur. Þess fyrir utan getur kostnaðurinn breyst lítillega ef fólk nálgast vottorð utan dagvinnutíma eða þegar um er að ræða börn og eldri borgara. Verslunarþyrstir ferðalangar fá ólíklega mikið út úr því að fara til London þessa daganna þar sem útgöngubann er nú í gildi. Getty/Chris Jackson SMS-skeyti nægir ekki eitt og sér Ef horft er til þess að hægt er að tryggja sér flugsæti aðra leiðina til London í mars fyrir svo lítið sem 2.813 krónur þegar þetta er skrifað er ljóst að skimunargjaldið getur orðið hlutfallslega drjúgur kostnaðarauki fyrir ferðalanga. Fyrst var greint frá gjaldinu á ferðavefnum Túrista en þar var miðað við 15 þúsund króna fargjald Icelandair til London. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu eru SMS-skeyti með niðurstöðu ekki tekin gild í flestum löndum og því ekki vænlegt til árangurs að skrá sig frekar í hefðbundna sýnatöku hjá heilsugæslu til að reyna komast hjá gjaldtökunni. Þess ber að geta að þeir farþegar sem einungis millilenda á flugvelli í Danmörku þurfa sömuleiðis að framvísa vottorði.
Fréttir af flugi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga. 14. janúar 2021 09:55
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26