Trump skyndilega án lögmanna þegar stutt er í réttarhöldin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 08:04 Trump stendur hér frammi fyrir hópi stuðningsmanna sinna í Washingtonborg þann 6. janúar síðastliðinn. Seinna sama dag réðst hópur stuðningsmanna hans inn í þinghúsið. Trump er ákærður fyrir meinta aðkomu sína að árásinni. Tasos Katopodis/Getty Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara. Réttarhöldin yfir Trump, sem snúast um hvort hann hafi hvatt til árásar stuðningsmanna sinna á þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn og þannig framið embættisbrot, eiga að hefjast um eða eftir 8. febrúar næstkomandi. Enn styttra er þar til Trump og teymi hans þarf að skila af sér skriflegum gögnum vegna réttarhaldanna. Það er því lítill tími til stefnu fyrir forsetann fyrrverandi, sem nú er án verjenda í málinu. CNN greinir frá því að lögmennirnir Butch Bowers og Deborah Barbier, sem til stóð að yrðu aðalverjendur Trumps í málinu, væru hætt. CNN hefur þá eftir ónafngreindri heimildamanneskju að um sameiginlega ákvörðun lögmannanna og Trumps hafi verið að ræða. Þá hafa þrír aðrir lögmenn, Josh Howard, Johnny Gasser og Greg Harris, einnig hætt vinnu að máli Trumps. Þar með eru upp taldir allir þeir lögmenn sem tilkynnt höfðu að þeir hefðu aðkomu að málsvörn fyrrverandi forsetans, sem stendur í annað sinn frammi fyrir ákæru fyrir embættisbrot. Er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að vera ákærður tvisvar fyrir slíkt brot, en hann var sýknaður af slíkri ákæru snemma á síðasta ári. Vill bera fyrir sig kosningasvik Samkvæmt heimildamönnum CNN sneri ágreiningur lögmannanna og Trumps að því hvernig haga ætti málsvörn hans fyrir öldungadeildinni. Trump er sagður hafa viljað byggja vörn sína á þeim stoðum að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í síðastliðnum nóvember, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Trump hefur ítrekað haldið fram stoðlausum staðhæfingum um að stórtækt kosningasvindl af ýmsum toga sé ástæða þess að hann tapaði kosningunum. Hann hefur einnig beitt sér fyrir því að úrslitunum yrði snúið, meðal annars með því að reyna að fá innanríkisráðherra Georgíuríkis til þess að „finna“ þann fjölda atkvæða sem Trump vantaði til þess að geta unnið í ríkinu. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Lögmenn Trumps eru hins vegar sagðir hafa viljað einbeita sér að því hvort yfir höfuð væri löglegt að sakfella forseta fyrir embættisbrot eftir að hann lætur af embætti, en Joe Biden tók við embætti forseta þann 20. Janúar síðastliðinn. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað fyrr í þessum mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Ákæran hefur síðan verið send til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni, sem telur hundrað þingmenn, þurfa þó tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu forsetans fyrrverandi svo hún næði fram að ganga. Eins og stendur er jafnt milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni, fimmtíu þingmenn á hvorn flokk. Ekki er talið líklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni fallist á að samþykkja sakfellingu. Á síðustu dögum hafa þingmenn flokksins orðið háværari í andstöðu sinni við ákæruna gegn Trump og hefur verið haft eftir Repúblikönum að þeir telji sig lítið græða á því að sakfella hann. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Réttarhöldin yfir Trump, sem snúast um hvort hann hafi hvatt til árásar stuðningsmanna sinna á þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn og þannig framið embættisbrot, eiga að hefjast um eða eftir 8. febrúar næstkomandi. Enn styttra er þar til Trump og teymi hans þarf að skila af sér skriflegum gögnum vegna réttarhaldanna. Það er því lítill tími til stefnu fyrir forsetann fyrrverandi, sem nú er án verjenda í málinu. CNN greinir frá því að lögmennirnir Butch Bowers og Deborah Barbier, sem til stóð að yrðu aðalverjendur Trumps í málinu, væru hætt. CNN hefur þá eftir ónafngreindri heimildamanneskju að um sameiginlega ákvörðun lögmannanna og Trumps hafi verið að ræða. Þá hafa þrír aðrir lögmenn, Josh Howard, Johnny Gasser og Greg Harris, einnig hætt vinnu að máli Trumps. Þar með eru upp taldir allir þeir lögmenn sem tilkynnt höfðu að þeir hefðu aðkomu að málsvörn fyrrverandi forsetans, sem stendur í annað sinn frammi fyrir ákæru fyrir embættisbrot. Er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að vera ákærður tvisvar fyrir slíkt brot, en hann var sýknaður af slíkri ákæru snemma á síðasta ári. Vill bera fyrir sig kosningasvik Samkvæmt heimildamönnum CNN sneri ágreiningur lögmannanna og Trumps að því hvernig haga ætti málsvörn hans fyrir öldungadeildinni. Trump er sagður hafa viljað byggja vörn sína á þeim stoðum að svindlað hafi verið í forsetakosningunum í síðastliðnum nóvember, sem hann tapaði fyrir Joe Biden. Trump hefur ítrekað haldið fram stoðlausum staðhæfingum um að stórtækt kosningasvindl af ýmsum toga sé ástæða þess að hann tapaði kosningunum. Hann hefur einnig beitt sér fyrir því að úrslitunum yrði snúið, meðal annars með því að reyna að fá innanríkisráðherra Georgíuríkis til þess að „finna“ þann fjölda atkvæða sem Trump vantaði til þess að geta unnið í ríkinu. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Lögmenn Trumps eru hins vegar sagðir hafa viljað einbeita sér að því hvort yfir höfuð væri löglegt að sakfella forseta fyrir embættisbrot eftir að hann lætur af embætti, en Joe Biden tók við embætti forseta þann 20. Janúar síðastliðinn. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað fyrr í þessum mánuði að ákæra Trump fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Ákæran hefur síðan verið send til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni, sem telur hundrað þingmenn, þurfa þó tveir þriðju þingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu forsetans fyrrverandi svo hún næði fram að ganga. Eins og stendur er jafnt milli Repúblikana og Demókrata í öldungadeildinni, fimmtíu þingmenn á hvorn flokk. Ekki er talið líklegt að Repúblikanar í öldungadeildinni fallist á að samþykkja sakfellingu. Á síðustu dögum hafa þingmenn flokksins orðið háværari í andstöðu sinni við ákæruna gegn Trump og hefur verið haft eftir Repúblikönum að þeir telji sig lítið græða á því að sakfella hann.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01
Aðeins fimm repúblikanar greiddu atkvæði á móti frávísun Afar ólíklegt verður að teljast að Donald Trump verði fundinn sekur í öldungadeild bandaríska þingsins þegar ákærur á hendur honum verða teknar fyrir. Meirihluti þingmanna repúblikana greiddu í dag atkvæði með tillögu um að vísa ákærunum frá. 26. janúar 2021 23:04