Skinkuskákin í Kringlunni Erna Bjarnadóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:30 Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Hinn óþreytandi baráttumaður fyrir hagsmunum innflytjenda og verslunar, Ólafur Stephensen, lætur hvergi deigan síga. Um helgina hélt hann því fram í hádegisfréttum RÚV að nýtt fyrirkomulag við útboð á tollkvótum hefði bæði hækkað verð til neytenda og myndi hamla samkeppni. Máli sínu til stuðnings benti hann á að útboðsgjald fyrir Serrano skinku hefði 29-faldast við breytt fyrirkomulag. Hér er greinilega vitnað til hækkunar á gjaldi fyrir kjöt í tollflokki fyrir reykt og saltað kjöt (0210) úr 5 kr/kg fyrir tímabilið júlí til desember 2020 í 147 kr/kg. Í því sambandi er ekki minnst á þá staðreynd að fyrir tímabilið janúar til júní árið 2020 var útboðsgjaldið 200 kr/kg. Hvernig skýrir framkvæmdastjóri FA þessa þróun? Að ekki sé minnst á svar við þeirri spurningu hvort að verð á Serrano skinkunni hafi ekki örugglega lækkað um samsvarandi prósentu og útboðsgjaldið á síðari hluta árs 2020, því af málflutningi hans má helst halda að það sé þetta hlutfall sem endurspeglist í hækkun á verði til neytenda en ekki innkaupsverð og annar kostnaður sem bætist ofan á vöruna í meðförum verslunarinnar. Þessarar spurningar hafa forsvarsmenn bænda margspurt en svörin hafa allavega yfirsést undirritaðri. Til glöggvunar sýnir meðfylgjandi tafla hvernig gjald sem greitt er fyrir tollkvóta fyrir innflutning frá ESB hefur þróast síðan 1. maí 2018. Að lífrænt vottuðu alifugla kjöti undanskildu er gjaldið lægra nú en í upphafi tímabilsins. En aftur að efni fréttarinnar. Þar hélt fréttastjóri FA því fram að hið nýja fyrirkomulag við útboð á tollkvótum myndi (i) hækka verð til neytenda og (ii) hamla samkeppni. Báðar þessar fullyrðingar eru að mínu mati rangar og færi ég eftirfarandi máli mínu til stuðnings. Hækkaði ekki verð og hamlaði ekki samkeppni Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu verður ekki breyting á framboðnu magni í landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Með því að nú eru tollkvótar seldir á því verði sem hæstbjóðendur bjóða í stað meðalverðs, má segja að samkeppni um tollkvóta aukist. Samkeppni á neytendamarkaði breytist hins vegar ekki neitt því heildarframboð til neytenda er óbreytt. Eftir stendur að það sem framkvæmdastjóri FA kvartar yfir er að útboðsgjaldið hefur hækkað í einhverjum tilvikum. Þar með minnkar hagnaður innflutningsfyrirtækja, þ.e. einhverra fyrirtækja sem eru innan vébanda FA, en að sama skapi aukast tekjur ríkissjóðs. Nú getum við auðvitað öll deilt um það hvernig ríkið á að haga sinni tekjuöflun en nokkurn veginn svona má skýra þetta með lögmálum hagfræðinnar. Það sem fréttin skautar síðan algerlega fram hjá er hvort mögulega hafi eftirspurn eftir þessum tollkvótum aukist. Og af hverju þá? Jú, sýnt hefur verið fram á með veigamiklum rökum og raunar nokkurn veginn staðfest í tveimur minnisblöðum frá fjármálaráðuneytinu í október á síðasta ári, sjá hér og hér, að dæmi séu um að innfluttar landbúnaðarvörur hafi verið rangt skráðar við tollafgreiðslu. Í haust var eitt fyrirtæki ákært vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning á nautakjöti en ákæruatriðin lúta að brotum á tollalögum og reglum um peningaþvætti. Það má spyrja hvort þetta hafi mögulega áhrif á eftirspurn eftir tollkvótum. Allt að einu þá eru það fjölmargir þættir aðrir en útboðsfyrirkomulagið eitt sem hafa áhrif á það verð sem greitt er. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun