Hagsmunir íslenskra kvenna? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 13:30 Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Nú hafa heilbrigðisyfirvöld tekið þá afdrifríku ákvörðun að skimanir fyrir leghálskrabbameini skuli færast til heilsugæslunnar og brjóstaskimanir til sjúkrahúsa. Verið er að breyta um aðferð, þannig að í stað leghálsstroks verður gerð HPV mæling á sýnum og svo frekari rannsóknir ef sú mæling er jákvæð. Það er ánægjuefni að betri aðferð sé tekin upp en áður hefur verið notast við. Ef við náum að auka mætingu kvenna í skimun, finna forstig krabbameina, veita viðeigandi meðferð fyrr og þannig fækka dauðsföllum er það frábært fyrir íslenskar konur. Undirbúningur þessa flutnings og þessara breytinga hefur verið algjört klúður og þar hafa hagsmunir kvenna ekki verið hafðir að leiðarljósi. Í fyrsta lagi hafa þessar fyrirhuguðu breytingar ekki verið kynntar almenningi. Þau sýni sem tekin voru í nóvember 2020 hafa ekki ennþá verið skoðuð. Það lá ekki fyrir hvaða sýnaglös skyldi nota og hvaða rannsóknarstofa ætti að skoða þau. Nú hefur verið ákveðið að flytja öll sýnin úr landi og samið við danska rannsóknarstofu. Landspítalinn hefur nýlega fest kaup á fínu tæki sem getur mælt HPV alveg eins og kórónaveirur en það á ekki að nota þá nýju fjárfestingu. Sú þekking og reynsla í frumurannsókn sem verið hefur hérlendis mun þá líklega hverfa úr landinu. Krabbameinsfélagið hefur tekið um 60 % af leghálssýnum en sérfræðingar í kvensjúkdómum um 40 %. Konur hafa hingað til haft það val að mæta í Krabbameinsfélagið eða að biðja sinn lækni um að taka sýni þegar öðrum erindum er sinnt. Nú er planið að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á heilsugæslunni muni sjá um sýnatökuna og hafa þær fengið þjálfun í því. Það er gott til þess að vita að heilsugæslan geti endalaust bætt við sig verkefnum. Einnig hafa stjórnvöld ákveðið að sýnatakan sé nánast gjaldfrjáls sem er vel og þannig ætti að ná fram betri mætingu. Það blasir við að vissulega átti pólitískt að útiloka sjálfstætt starfandi sérfræðinga frá þessum sýnatökum. Nú er það svo að verið er að skammta sérfræðingum á stofu sýnaglösin, þannig að læknar hafa þurft að vísa konum frá og beðið þær að koma seinna. Það vekur furðu að halda að mæting muni batna í skimun með því að biðja konur að fara á fleiri staði. Ætli þeir sem ákváðu þetta haldi að konur hafi mikla ánægju af þessum skoðunum og vilji því fara sem oftast og víðast? Samfara þessum breytingum stóð til að hækka aldursviðmið í fyrstu brjóstaskimun úr 40 ára í 50 ára, en þá risu íslenskar konur upp og mótmæltu kröftuglega á samfélagsmiðlum. Þær sem höfðu greinst fyrir fimmtugt birtu myndir af sér og á einni nóttu var hætt við fyrirhugaða breytingu. Magnað að sjá hvað samstaða kvenna getur gert. Einnig stendur til að koma á skipulagðri leit að ristilkrabbameini hér á landi sem er löngu tímabært, en það verður forvitnilegt að vita hverjir aðrir en læknar fái þjálfun í því og hvort það verður framkvæmt á Íslandi eða hvar. Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu og þögn þeirra sem eru í forsvari fyrir læknastéttina er skerandi. Það að konur sem komu í skoðun í nóvember 2020 séu ennþá að bíða eftir niðurstöðu eykur alls ekki traust kvenna á kerfinu né hvetur þær til að mæta betur. Heilsukvíði er staðreynd hjá mörgum og þessar breytingar eru ekki til að minnka hann. Það er ekki hægt að kenna Covid um allt, er það? Þá hefðu stjórnvöld og þeir sem ráða átt að bíða með fyrirhugaðar breytingar, ef þeir eru í raun að hugsa um hagsmuni íslenskra kvenna! Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun