Gylfi skoraði og Everton vann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu sínu.
Gylfi fagnar markinu sínu. Michael Regan/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Everton er liðið vann 2-1 sigur á Leeds á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn mikilvægur fyrir Everton sem lá á heimavelli gegn Newcastle um helgina.

Það voru ekki liðnar nema níu mínútur er fyrsta markið kom. Lucas Digne átti þá frábæra fyrirgjöf inn á teig Leeds þar sem fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson var mættur og stýrði boltanum vel í netið.

1-0 varð að 2-0 á 41. mínútu. Hornspyrna Gylfa fór beint á Ben Godfrey sem boltanum áfram þar sem Dominic Calvert-Lewin var mættur á fjærstöngina, þar sem hann tvöfaldaði forystu Everton.

Heimamenn voru grimmari í síðari hálfleik. Raphinha minnkaði muninn á þriðju mínútu síðari hálfleiks og þeir fengu færin til þess að jafna. Varnarmúr Everton hélt og unnu þeir mikilvægan 2-1 sigur.

Everton er í sjötta sætinu með 36 stig en Leeds er í því ellefta með 29.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira