Sama frumvarp, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 17:00 Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson Tengdar fréttir Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30 Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30
Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun