31 kona Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2021 11:30 Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum. Ráðherra var falið að skila skýrslu þar að lútandi eigi síðar en 1. mars næst komandi. Það er nauðsynlegt að ráðherra skili skýrslunni á réttum tíma. Að greinast með krabbamein hefur áhrif á fjölmarga og við sjáum dæmi um það í átaki Krafts, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein þessa dagana. Áhrif þeirra sem greinast með krabbamein eru ekki hvað síst fjárhagsleg og setur framtíðardrauma þeirra sem greinast í uppnám. Það á ekki að vera þannig að fjárhagsáhyggjur vegna sjálfrar meðferðarinnar þurfi að bætast við aðrar áhyggjur sem óneitanlega verða til við það að greinast með krabbamein. Undanfarið hefur ríkt töluverð óvissa um málefni þeirra sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og ég skrifaði um það hér og enn er ekki alveg allt komið á hreint, enginn tekur ábyrgð, hver bendir á annan og það þarf ekki annað en að vísa í fréttir um sýni í pappakössum sem lágu undir skemmdum. Þau sýni sem enn eru í lagi voru loksins send til Danmerkur til greiningar, en allt of mörg þeirra voru ónýt og því þurfti að kalla um 200 konur til skoðunar á ný. Það er í meira lagi furðulegt að þau sýni sem hér eftir verða tekin eigi að senda til greiningar utan Íslands þegar bæði þekkingin og tækni eru sannarlega til staðar hér á landi. Hvernig staðið hefur að flutningi skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum til heilsugæslu og sjúkrahúsa hefur vægast sagt verið til skammar. Er það virkilega þannig að verið sé að útiloka aðkomu sjálfstætt starfandi sérfræðinga? Samhliða öllu þessu róti og óreiðu var ætlunin að hækka aldursviðmið kvenna í fyrstu brjóstaskimun úr 40 árum í 50 ár. Ákvörðuninni var frestað en hún vofir enn yfir meðan ráðherra kveður ekki skýrt uppúr með að hætt sé við hækkun aldursviðmiðanna. Rökin eru að það sé í lagi þar sem engin gögn styðji að rétt sé að miða við 40 ár. Ég væri til í að sjá þau gögn, eru þau til, er til greining á því hversu margar konur á aldursbilinu 40 – 49 ára greindust með krabbamein vegna þess að þær fóru í skimun einkennalausar, að eigin frumkvæði, eða hversu margar þeirra fundu fyrir einkennum og fóru þá í brjóstaskoðun. Við skulum öll muna að á síðastliðnum árum hefur að meðaltali 31 kona greinst með krabbamein á milli 40 – 49 ára á ári hverju og það hlýtur að skipta máli. Konur vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, við eigum að auka aðgengi í stað þess að standa í vegi fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun