Veðjaði 452 milljónum á sigur Tom Brady í SuperBowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 10:01 Jim McIngvale er tilbúinn að veðja hundruðum milljóna á íþróttakappleiki en ekki er vitað hvaða skoðun eiginkonan Linda McIngvale hefur á því. Getty/Bob Levey Það er einn maður sem hefur mikla trú á því að hinn 43 ára gamli Tom Brady vinni sinn sjöunda NFL-titil í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL Ofurskálin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.
NFL Ofurskálin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira