Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:54 Elizabeth Cheney er dóttir Dick Cheney, sem var varnamálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush og varaforseti George W. Bush. epa/Michael Reynolds Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“ Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Cheney sagði í viðtali í gær að flokkurinn ætti á hættu að útiloka sjálfan sig frá völdum ef honum tækist ekki að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna að honum væri treystandi til að stýra landinu með sannleikann að leiðarljósi. Þá sagði hún að forsetinn fyrrverandi hefði logið að kjósendum flokksins í þeim tilgangi að „stela“ forsetakosningunum og að flokkurinn þyrfti að horfast í augu við hvað gerðist árið 2020 til að eiga möguleika á kosningasigri árið 2022 og því að taka aftur Hvíta húsið 2024. Mataðir af röngum upplýsingum Í viðtalinu við Cheney á Fox News kom bersýnilega í ljós að hún hyggst ekki hverfa frá gagnrýni sinni á Trump, sem hún sagðist ekki sjá fyrir sér í leiðtogahlutverki innan Repúblikanaflokksins. Cheney stóð af sér atlögu flokkssystkina sinna í síðustu viku, þegar stór meirihluti neitaði að taka af henni embætti formanns þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, í leynilegri atkvæðagreiðslu. Hún ítrekaði í viðtalinu í gær að hún hefði ekki í hyggju að segja af sér og sagði repúblikana í heimaríki sínu Wyoming vera mataða af röngum upplýsingum um hvað átti sér stað í höfuðborginni í janúar. „Það sem við vitum nú þegar jafngildir alvarlegasta broti sem nokkur hefur framið á forsetaeiðnum í sögu landsins. Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara horft framhjá, þóst að hafi ekki gerst eða haldið bara áfram,“ sagði Cheney. „Flokkurinn er hans“ Cheney, sem studdi ákærur á hendur forsetanum í fulltrúadeildinni, hefur á brattan að sækja en skoðanakannanir sýna að Trump er langvinsælasti repúblikani Bandaríkjanna. Í viðtalinu fordæmdi hún einnig flokkssystur sína Marjorie Taylor Greene og sagði skoðanir hennar ekki eiga heima í Repúblikanaflokknum. „Við erum flokkur Lincoln,“ sagði Cheney. „Við erum ekki flokkur QAnon eða gyðingahaturs eða helfararafneitara, né hvítrar þjóðernishyggju eða samsæriskenninga.“ Sjálf hafði Greene þetta að segja um Trump um helgina: „Flokkurinn er hans. Hann tilheyrir engum öðrum.“
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent