Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 07:01 Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun