Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa 9. febrúar 2021 08:00 „Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun