Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 23:24 Frá árásinni á þinghúsið, þegar lögregluþjónar voru að tæma þinghúsið. AP Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. Vísuðu þau til fjölmargra tísta Trumps og annarra ummæla hans, bæði á deginum og í aðdraganda hans, og sökuðu forsetann um að leggja grunninn að ofbeldinu sem átti sér stað í þinghúsinu. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Auk þess að notast við ummæli Trumps sýndu sækjendur einnig fjölmörg myndbönd frá árásinni og þar á meðal myndbönd úr öryggisvélum sem ekki höfðu sést áður. Þar að auki voru birtar upptökur af talstöðvarsamskiptum lögregluþjóna og myndbönd þar sem þeir sögðu sögur sínar. Meðal þeirra myndbanda sem höfðu ekki sést áður var myndband úr öryggismyndavél sem sýndi lögregluþjón mæta öldungadeildarþingmanninum Mitt Romney á göngum þinghússins. Lögregluþjónninn benti Romney á að fara í aðra átt, sem hann gerði. Á meðan fór lögregluþjónninn til móts við þá sem höfðu brotist inn í þinghúsið og tókst honum að leiða hóp þeirra frá þingsalnum, þar sem margir þingmenn voru. Romney er eini öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna sem greitt hefur atkvæði með því að sakfella forseta í sama flokki fyrir embættisbrot. Það gerði hann þegar Trump var ákærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum við forseta Úkraínu. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hélt ræðu skömmu fyrir árásina þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að halda til þinghússins og koma skoðunum sínum á framfæri. Verjendur forsetans fyrrverandi hafa bent á að hann hafi ekki kallað eftir ofbeldi og á einum tímapunkti tekið fram að hann ætlaðist eftir friðsömum mótmælum. Hann hafði þó um langt skeið haldið því ranglega fram að kosningunum hefði verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli og í ræðunni sagði hann ekki hægt að sætta sig við það. Í lok ræðu sinnar sagði hann stuðningsmönnum sínum að sýna styrk, berjast og bjarga Bandaríkjunum. Sækjendurnir sögðu Trump hafa verið vel meðvitaðan um hvað gæti gerst þegar hann hélt þessa ræðu sína. Það hafi jafnvel borist fregnir af því að Trump hafi verið ánægður með árásina þegar hann fylgdist með henni í sjónvarpi í Hvíta húsinu. Þingmaðurinn Joe Neguse sagði stuðningsmenn Trumps hafa verið undirbúna fyrir árásina. Eins og Jake Tapper, þulur CNN, bendir á í tísti sínu í kvöld. Þá var Mike Pence, varaforseti Trumps, fluttur úr þinghúsinu af lífvörðum sínum klukkan 14:26 að staðartíma í Washington DC. Tveimur mínútum áður hafði Trump tíst um að Pence hefði skort hugrekki til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þá hafði Pence þegar gert forsetanum ljóst að hann hefði ekki vald til að gera það sem Trump krafðist af honum. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum This tweet was from 2:24 pm ET Jan 6... The security camera footage of Pence and his family being whisked out of the Capitol by Secret Service that we saw for the first time today was from 2:26 pm ET pic.twitter.com/udk1cXDsjP— Jake Tapper (@jaketapper) February 10, 2021 Skömmu eftir að Trump birti þetta tíst sýna upptökur úr þinghúsinu að múgurinn sem réðst á þinghúsið byrjaði að leita Pence. Einnig heyrðust hróp um að hengja ætti varaforsetann. Sækjendurnir sýndu einnig myndbönd sem þar sem heyra mátti meðlimi múgsins leita að Pence og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. Stacey Plaskett sýndi þessi myndbönd og las upp úr samfélagsmiðlafærslum fólks sem var í þinghúsinu, sem fjölluðu um það að til stæði að myrða Pelosi. Sérstaklega var vísað til Facebookfærslu manns sem hafði verið meðal þeirra fyrstu sem ruddu sér leið inn á skrifstofu Pelosi. Sá hafði skrifað um það að brjóta niður dyrnar að skrifstofu Pelosi og rífa hana í tætlur. Kallaði hann hana „Crazy Nancy“ og ítrekaði Plaskett að það hefði Trump kallað Pelosi lengi. Þingmaðurinn Eric Swalweel birti svo myndband þar sem sýnt var hvernig ráðist var á lögregluþjón í þinhúsinu og varaði hann sérstaklega við myndbandinu. As horrific as Jan. 6th was, we all know that awful day could have been even worse.The only reason it was not was because of the extraordinary bravery of our law enforcementMay we do all we can to ensure this never happens again. pic.twitter.com/4HQrYvYSZe— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) February 10, 2021 Eins og áður hefur komið fram eru verulega litlar líkur á því að Trump verði sakfelldur af öldungadeildarþingmönnum. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þegar lýst sig andvíga því að sakfella Trump. Í frétt Washington Post er farið yfir ummæli þingmanna Repúblikanaflokksins varðandi forsetakosningarnar í nóvember og hefur tæpur helmingur þeirra farið með ósannindi um framkvæmd kosninganna og úrslit þeirra. Málflutningur sækjenda stendur enn yfir, þegar þetta er skrifað, og má fylgjast með honum hér að neðan. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Vísuðu þau til fjölmargra tísta Trumps og annarra ummæla hans, bæði á deginum og í aðdraganda hans, og sökuðu forsetann um að leggja grunninn að ofbeldinu sem átti sér stað í þinghúsinu. Eins og frægt er, þá brutu stuðningsmenn forsetans sér leið inn í þinghúsið eftir fjöldafund hans við Hvíta húsið og var eitt af markmiðum þeirra að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember og tryggja Trump völd áfram. Auk þess að notast við ummæli Trumps sýndu sækjendur einnig fjölmörg myndbönd frá árásinni og þar á meðal myndbönd úr öryggisvélum sem ekki höfðu sést áður. Þar að auki voru birtar upptökur af talstöðvarsamskiptum lögregluþjóna og myndbönd þar sem þeir sögðu sögur sínar. Meðal þeirra myndbanda sem höfðu ekki sést áður var myndband úr öryggismyndavél sem sýndi lögregluþjón mæta öldungadeildarþingmanninum Mitt Romney á göngum þinghússins. Lögregluþjónninn benti Romney á að fara í aðra átt, sem hann gerði. Á meðan fór lögregluþjónninn til móts við þá sem höfðu brotist inn í þinghúsið og tókst honum að leiða hóp þeirra frá þingsalnum, þar sem margir þingmenn voru. Romney er eini öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna sem greitt hefur atkvæði með því að sakfella forseta í sama flokki fyrir embættisbrot. Það gerði hann þegar Trump var ákærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum við forseta Úkraínu. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hélt ræðu skömmu fyrir árásina þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að halda til þinghússins og koma skoðunum sínum á framfæri. Verjendur forsetans fyrrverandi hafa bent á að hann hafi ekki kallað eftir ofbeldi og á einum tímapunkti tekið fram að hann ætlaðist eftir friðsömum mótmælum. Hann hafði þó um langt skeið haldið því ranglega fram að kosningunum hefði verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli og í ræðunni sagði hann ekki hægt að sætta sig við það. Í lok ræðu sinnar sagði hann stuðningsmönnum sínum að sýna styrk, berjast og bjarga Bandaríkjunum. Sækjendurnir sögðu Trump hafa verið vel meðvitaðan um hvað gæti gerst þegar hann hélt þessa ræðu sína. Það hafi jafnvel borist fregnir af því að Trump hafi verið ánægður með árásina þegar hann fylgdist með henni í sjónvarpi í Hvíta húsinu. Þingmaðurinn Joe Neguse sagði stuðningsmenn Trumps hafa verið undirbúna fyrir árásina. Eins og Jake Tapper, þulur CNN, bendir á í tísti sínu í kvöld. Þá var Mike Pence, varaforseti Trumps, fluttur úr þinghúsinu af lífvörðum sínum klukkan 14:26 að staðartíma í Washington DC. Tveimur mínútum áður hafði Trump tíst um að Pence hefði skort hugrekki til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þá hafði Pence þegar gert forsetanum ljóst að hann hefði ekki vald til að gera það sem Trump krafðist af honum. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum This tweet was from 2:24 pm ET Jan 6... The security camera footage of Pence and his family being whisked out of the Capitol by Secret Service that we saw for the first time today was from 2:26 pm ET pic.twitter.com/udk1cXDsjP— Jake Tapper (@jaketapper) February 10, 2021 Skömmu eftir að Trump birti þetta tíst sýna upptökur úr þinghúsinu að múgurinn sem réðst á þinghúsið byrjaði að leita Pence. Einnig heyrðust hróp um að hengja ætti varaforsetann. Sækjendurnir sýndu einnig myndbönd sem þar sem heyra mátti meðlimi múgsins leita að Pence og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. Stacey Plaskett sýndi þessi myndbönd og las upp úr samfélagsmiðlafærslum fólks sem var í þinghúsinu, sem fjölluðu um það að til stæði að myrða Pelosi. Sérstaklega var vísað til Facebookfærslu manns sem hafði verið meðal þeirra fyrstu sem ruddu sér leið inn á skrifstofu Pelosi. Sá hafði skrifað um það að brjóta niður dyrnar að skrifstofu Pelosi og rífa hana í tætlur. Kallaði hann hana „Crazy Nancy“ og ítrekaði Plaskett að það hefði Trump kallað Pelosi lengi. Þingmaðurinn Eric Swalweel birti svo myndband þar sem sýnt var hvernig ráðist var á lögregluþjón í þinhúsinu og varaði hann sérstaklega við myndbandinu. As horrific as Jan. 6th was, we all know that awful day could have been even worse.The only reason it was not was because of the extraordinary bravery of our law enforcementMay we do all we can to ensure this never happens again. pic.twitter.com/4HQrYvYSZe— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) February 10, 2021 Eins og áður hefur komið fram eru verulega litlar líkur á því að Trump verði sakfelldur af öldungadeildarþingmönnum. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þegar lýst sig andvíga því að sakfella Trump. Í frétt Washington Post er farið yfir ummæli þingmanna Repúblikanaflokksins varðandi forsetakosningarnar í nóvember og hefur tæpur helmingur þeirra farið með ósannindi um framkvæmd kosninganna og úrslit þeirra. Málflutningur sækjenda stendur enn yfir, þegar þetta er skrifað, og má fylgjast með honum hér að neðan.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. 10. febrúar 2021 17:26
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01
Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54