Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld.
Fulltrúadeildarþingmenn Demókrata sem reka málið gegn Trump, fyrrverandi forseta, vörðu drjúgum hluta gærkvöldsins í að sýna nýtt myndefni af árásinni, en forsetinn er ákærður fyrir að hafa hvatt til árásarinnar.
Myndböndin sýna nokkuð vel hversu nálægt árásarmennirnir komust þingmönnum og Mike Pence, þáverandi varaforseta, sem þeir höfðu sagst ætla að drepa.
Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan.