Lágmörkum skaðann Logi Einarsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar