Trump sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:10 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Getty/Ethan Miller Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þetta er annað skiptið sem Trump hefur verið sýknaður af slíkum ásökunum en í þetta skiptið var hann ákærður fyrir að hafa hvatt til og valdið árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Aðeins eru liðnir fimm dagar frá því að réttarhöld hófust yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings og er þetta stystu réttarhöld yfir forseta vegna meintra embættisbrota í sögu Bandaríkjanna. 57 greiddu atkvæði með því að sakfella forsetann fyrrverandi og 43 gegn því. Þeir sjö Repúblikanar sem gengu til liðs við Demókrata í málinu eru Sasse, Romney, Burr, Collins, Murkowski, Toomey og Cassidy. Bandaríkjaforseti hefur fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir embættisbrot, og Trump tvisvar af þessum fjórum skiptum. Það kemur kannski ekki á óvart að Trump hafi verið sýknaður af ákærunni, en til þess að hann yrði sakfelldur þurftu 67 öldungadeildaþingmenn að greiða atkvæði með sekt hans. Það eru allir fimmtíu þingmenn Demókrata og 17 þingmenn Repúblikana til viðbótar. Vegna sýknunnar getur Trump boðið sig aftur fram til forseta ef hann kýs það. Trump hefur enn mjög stóran stuðningsmannahóp á bak við sig, bæði meðal almennings og meðal stjórnmálamanna eins og niðurstaða málsins sýnir. Þingmenn Repúblikana hafa margir gagnrýnt forsetann undanfarið, sérstaklega eftir forsetakosningarnar í nóvember og vegna viðbragða hans við þeim. Þrátt fyrir það greiddu aðeins sjö öldungadeildarþingmenn Repúblikana með því að sakfella forsetann fyrir embættisbrot. Lang flestir þingmenn Repúblikana voru mótfallnir ákærunni og þeir sem voru hlynntir henni hafa verið harðlega gagnrýndir. Breska ríkisútvarpið segir hins vegar í frétt sinni að Trump komi ekki óflekkaður út úr réttarhöldunum. Myndbönd af stuðningsmönnum hans, með MAGA (Make America Great Again) hatta á höfði, ráðast inn í þinghúsið og fremja skemmdarverk hafi litið dagsins ljós í málinu. Það verði ávallt tengt Trump og þó svo að stuðningsmenn hans líti ekki á það sem neikvæðan hlut muni kjósendur, sem ekki eru flokksbundnir, verða ólíklegri til þess að líta fram hjá því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. 13. febrúar 2021 16:51
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46