Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 13:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sýknu Trumps í öldungadeild Bandaríkjanna áminningu um að lýðræðið sé brothætt. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33