West Ham upp fyrir Liverpool Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2021 19:56 West Ham fagnar í kvöld. Glyn Kirk/Getty West Ham vann 3-0 sigur á Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. VAR kom mikið við sögu í leiknum. Dómari leiksins, Simon Hooper, benti á vítapunktinn eftir fimm mínútur er honum fannst Enda Stevens brjóta á Craig Dawson. Eftir skoðun var þá vítið tekið til baka. Aftur benti Hooper á vítapunktinn á 41. mínútu. Jesse Lingard fór þá niður í teignum og West Ham fékk fyrstu vítaspyrnu sína á leiktíðinni. Declan Rice skoraði af öryggi. Issa Diop tvöfaldaði forystuna fyrir West Ham á 58. mínútu en skömmu áður hafði Lukasz Fabianski varið vel frá David McGoldrick. Mark Diop kom eftir hornspyrnu en ekkert lið hefur skorað fleiri mörk eftir fast leikatriði en West Ham frá því í sumar. Ryan Fredericks bætti við þriðja mark West Ham á sjöttu mínútu uppbótartíma og lokatölur 3-0. 8 & 8 - No team has scored more goals from corners in the Premier League this season than West Ham (8), whilst no side has conceded more goals in this manner this term than Sheffield United (8). Contrasting. #WHUSHU pic.twitter.com/ZvTTcA4u6p— OptaJoe (@OptaJoe) February 15, 2021 West Ham er í fjórða sætinu með 42 stig, tveimur stigum meira en Liverpool sem er í fimmta sætinu. Sheffield er á botninum með ellefu stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn
West Ham vann 3-0 sigur á Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. VAR kom mikið við sögu í leiknum. Dómari leiksins, Simon Hooper, benti á vítapunktinn eftir fimm mínútur er honum fannst Enda Stevens brjóta á Craig Dawson. Eftir skoðun var þá vítið tekið til baka. Aftur benti Hooper á vítapunktinn á 41. mínútu. Jesse Lingard fór þá niður í teignum og West Ham fékk fyrstu vítaspyrnu sína á leiktíðinni. Declan Rice skoraði af öryggi. Issa Diop tvöfaldaði forystuna fyrir West Ham á 58. mínútu en skömmu áður hafði Lukasz Fabianski varið vel frá David McGoldrick. Mark Diop kom eftir hornspyrnu en ekkert lið hefur skorað fleiri mörk eftir fast leikatriði en West Ham frá því í sumar. Ryan Fredericks bætti við þriðja mark West Ham á sjöttu mínútu uppbótartíma og lokatölur 3-0. 8 & 8 - No team has scored more goals from corners in the Premier League this season than West Ham (8), whilst no side has conceded more goals in this manner this term than Sheffield United (8). Contrasting. #WHUSHU pic.twitter.com/ZvTTcA4u6p— OptaJoe (@OptaJoe) February 15, 2021 West Ham er í fjórða sætinu með 42 stig, tveimur stigum meira en Liverpool sem er í fimmta sætinu. Sheffield er á botninum með ellefu stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.