Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:53 Getty Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Bandaríkin Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Bandaríkin Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira