NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 14:30 Damian Lillard leiddi Portland Trail Blazers til sigurs í New Orleans. getty/Sean Gardner Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira