Markmiðin sem birtust fyrir tilviljun Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar