Markmiðin sem birtust fyrir tilviljun Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun