Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 14:15 Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Alþingi Viðreisn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar