Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 09:31 Joel Embiid var stórkostlegur í sigri Philadelphia 76ers í nótt. Mitchell Leff/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira