Spillingin liggur víða Brynjar Níelsson skrifar 22. febrúar 2021 10:03 Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Alþingi Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. Það gerist á sama tíma og Alþingi hefur staðið í umtalsverðum lagabreytingum í þeim tilgangi að sporna við og draga úr möguleika á spillingu. Má þar nefna ný upplýsingalög og breytingar á þeim síðustu ár til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni og meðferð mála þar. Hertar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og aukið eftirlit. Settar hafa verið siðareglur og gerðar auknar kröfur um hagsmunaskráningu þeirra sem fara með opinbert vald. Aukið gangsæi í opinberum innkaupum með lögum frá árinu 2016. Rannsókn og saksókn í efnahagsbrotum bætt til muna og refsingar fyrir mútur þyngdar. Þá tóku gildi á síðasta ári lög um vernd uppljóstrara og varnir efldar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar sem þessi mæling og þróun á spillingarvísitölu Íslands stenst augljóslega enga skoðun vaknaði áhugi minn á því hverjir stæðu að baki Íslandsdeild Transparency International, sem kallar sig Gagnsæi, og hverjir mæli þessa spillingu og hvernig. Í ljós kom að í stjórn og framkvæmdastjórn Gagnsæis er fólk sem hefur verið áberandi þátttakendur í stjórnmálum og pólitískri umræðu og verið mjög gagnrýnið á ríkisstjórnir frá árinu 2013. Þá þegar byrjuðu að klingja viðvörunarbjöllur hjá mér og urðu háværari eftir að Viðskiptablaðið gerði mjög góða úttekt á þessu ferli öllu saman. Samkvæmt umfjöllun blaðsins eru sjö alþjóðlegar stofnanir sem leggja mat á spillingu í hverju ríki. Nú liggur ekki fyrir við hvaða „sérfræðinga“ þessar stofnanir töluðu við í matinu á spillingu á Íslandi en ætla má að þeir hafi fæstir verið vel kunnugir því sem löggjafinn og stjórnvöld hafi verið að gera á undanförnum árum í baráttu gegn hvers konar spillingu eða ákveðið að líta fram hjá því. Ein þessara stofnana, Bertelsmann Foundation, var fullkomlega á skjön við hinar sex í matinu. Samkvæmt niðurstöðu hennar er Ísland á pari við Mexíkó og Búlgaríu þegar kemur að spillingu í opinbera kerfinu. Hver skyldi svo hafa verið í framlínunni hjá þessari stofnun? Jú, enginn annar en Þorvaldur Gylfason af öllum mönnum. Þorvaldur hefur ekki aðeins verið þátttakandi í pólitískri umræðu heldur einnig verið í framboði til Alþingis, að vísu án nokkurs árangurs. Byggðist sú barátta hans á því að hér væri allt grasserandi í spillingu og pólitískir andstæðingar hans, hvort sem það voru flokkar eða einstaklingar, væru spilltir niður í tær. Ég er stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. Traust og trúverðugleiki er forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi. Ekki bætir úr skák að þessi fráleita niðurstaða á spillingarvísitölu Íslands byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar. Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum. Ef alþjóðlegu samtökin, Transparency International, láta þessi vinnubrögð óátalin, eins og allt bendir til, glata þeir trausti og trúverðugleika. Það væri miður því mikilvægt er að veita stjórnvöldum á hverjum tíma aðhald. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar