Hvar eru brýrnar á evruseðlunum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Evrópusambandið Myndlist Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar peningaseðlarnir hverfa munu fá okkar væntanlega sakna þeirra vegna fagurfræðilegra sjónarmiða. Í þau örfáu skipti sem ég dreg fram brakandi Brynjólf Sveinsson gef ég mér sjaldan tíma til að virða seðilinn sérstaklega fyrir mér og hugsa um í hvað í ósköpunum maðurinn er klæddur. Á seðlum má þó oft finna áhugavert myndefni og fá jafnvel tilfinningu fyrir hvernig útgáfulöndin kjósa að birtast umheiminum. Það er því engin tilviljun að Jónas Hallgrímsson og lóan sjálf prýði nýjasta seðilinn okkar, 10.000 krónurnar frá árinu 2013. Hefði hann verið gefinn út þremur árum síðar mætti færa rök fyrir því að smella fúlskeggjuðum Aroni Einari Gunnarssyni með upprétta arma í miðju klappi á seðilinn. Það er svo sem ekki of seint ef Seðlabankinn hefur áhuga á að bæta við flóruna. Annað slagið eru seðlar endurhannaðir, hvort sem tilefnið er að auka varnir gegn peningafölsun eða laga myndefni að nútímanum og tíðarandanum. Nú stendur sem dæmi til að endurhanna 20 dollara seðil Bandaríkjanna og verður mynd af Andrew Jackson, sjöunda forseta landsins, skipt út fyrir mannréttindafrömuðinn Harriet Tubman. Við sjálfstæði Lýðveldisins Kongó á sínum tíma var andliti einræðisherrans Mobutu Sese Seko ekki skipt út fyrir sjálfstæðishetju eða heppilegra myndefni heldur bókstaflega fjarlægt. Andlit hans var klippt af seðlunum og sat eftir stórt og myndarlegt gat. Bakhlið tuttugu evru seðils.Getty Evran Þegar ný mynt er gefin út gefst þó færi til að hanna herlegheitin frá grunni. Árið 2002 voru fyrstu evruseðlarnir gefnir út og þá þurfti eðlilega að finna hentugt myndefni. Aftan á seðlana hafði austurríski listamaðurinn Robert Kalina teiknað fallegar brýr héðan og þaðan úr álfunni, til dæmis frá Ítalíu og Frakklandi. Það dugði þó aldeilis ekki til annars en að valda ósætti meðal þeirra sem ekki áttu fulltrúa á seðlunum sjö. Því voru nýjar brýr teiknaðar, ímyndaðar brýr úr kollinum á Kalina, sem endurspegla áttu hina ýmsu byggingarstíla. Til að slá í gegn í góðu samkvæmi má því draga fram evruseðil, benda á brúna á bakhliðinni og ljóstra því upp að viðkomandi brú sé ekki til. Svo teygar maður góðan sopa rétt á meðan veislugestir grípa andköf af hrifningu. En eru brýrnar í alvörunni ekki til? Meistari Robin Stam Mér er nokk sama hvaða listafólk þið nefnið og hversu virt það er. Fyrir mér er Hollendingurinn Robin Stam hinn eini og sanni meistari. Ég viðurkenni þó að hér nota ég orðið „meistari“ heldur í því samhengi sem knattspyrnuáhugafólk notar um gamlan skólafélaga í hálfleik. Árið 2011 plataði Stam þessi fulltrúa hollenska bæjarins Spijkenisse með sér í að reisa allar brýrnar sjö í bænum. Allar voru þær málaðar sömu litum og viðkomandi seðlar og geta áhugasamir ferðalangar nú virt fyrir sér brýrnar frægu, sem þeir héldu væntanlega áður að væru gamlar og merkilegar brýr víða um álfuna eða hugarburður Robert Kalina. Þetta kalla ég nýsköpun í ferðaþjónustu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar