Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 14:18 Margir þingmenn, og þá aðallega þingmenn Repúblikanaflokksins, segjast vilja losna við girðingarnar sem búið er að koma fyrir í kringum þinghúsið í Washington DC. Getty/Chip Somodevilla Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. Þetta sagði Yogananda D. Pittman starfandi lögreglustjóri fyrir þingnefnd sem fundaði um árásina í gær. Það væri meðal annars ástæða þess að öryggisgæsla við þinghúsið væri enn gífurlega mikil. Enn er ekki búið að ákveða hvenær Biden flytur sína fyrstu stefnuræðu. En nýkjörnir forseta ávarpa þingið yfirleitt í febrúar undir þessum lið. Aukin öryggisgæsla birtist meðal annars í girðingum í kringum þinghúsið og hermenn vakta enn þinghúsið. Pittman sagði ógnina enn til staðar og því teldi hún nauðsynlegt að halda öryggisgæslunni áfram. Í frétt Washington Post segir að önnur löggæsluembætti hafi ekki staðfest frásögn Pittman. Talsmaður Alríkislögreglunna hafi neitað að tjá sig. Pittman var einnig spurð út í viðbrögð lögreglunnar við árásinni á þinghúsið og undirbúning fyrir hana. Hún sagði engar trúverðugar upplýsingar hafa bent til að svo færi sem fór. Því hafi lögreglan ekki verið undir ofbeldið búin. Hún sagði að smár en skipulagður hópur óeirðarseggja hefði eggjað aðra mótmælendur upp. Af þeim um tíu þúsund mótmælendum sem fóru að þinghúsinu hinn 6. janúar hafi um átta hundruð farið inn í þinghúsið sjálft. Þetta var í fyrsta sinn sem embættismaður gefur upp áætlaðan fjölda þeirra sem ruddist inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Þetta sagði Yogananda D. Pittman starfandi lögreglustjóri fyrir þingnefnd sem fundaði um árásina í gær. Það væri meðal annars ástæða þess að öryggisgæsla við þinghúsið væri enn gífurlega mikil. Enn er ekki búið að ákveða hvenær Biden flytur sína fyrstu stefnuræðu. En nýkjörnir forseta ávarpa þingið yfirleitt í febrúar undir þessum lið. Aukin öryggisgæsla birtist meðal annars í girðingum í kringum þinghúsið og hermenn vakta enn þinghúsið. Pittman sagði ógnina enn til staðar og því teldi hún nauðsynlegt að halda öryggisgæslunni áfram. Í frétt Washington Post segir að önnur löggæsluembætti hafi ekki staðfest frásögn Pittman. Talsmaður Alríkislögreglunna hafi neitað að tjá sig. Pittman var einnig spurð út í viðbrögð lögreglunnar við árásinni á þinghúsið og undirbúning fyrir hana. Hún sagði engar trúverðugar upplýsingar hafa bent til að svo færi sem fór. Því hafi lögreglan ekki verið undir ofbeldið búin. Hún sagði að smár en skipulagður hópur óeirðarseggja hefði eggjað aðra mótmælendur upp. Af þeim um tíu þúsund mótmælendum sem fóru að þinghúsinu hinn 6. janúar hafi um átta hundruð farið inn í þinghúsið sjálft. Þetta var í fyrsta sinn sem embættismaður gefur upp áætlaðan fjölda þeirra sem ruddist inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01
Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44