Sjálfsvíg eru raunveruleiki Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2021 11:00 Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun