Valdefling raddarinnar Birna Varðardóttir skrifar 6. mars 2021 08:00 Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar