Markalaust í þokunni á Selhurst Park Anton Ingi Leifsson skrifar 3. mars 2021 22:04 Það var mikil þoka er United var í heimsókn á Selhurst Park í kvöld. United sótti einungis eitt stig til Lundúna. Adrian Dennis - Pool/Getty Images Crystal Palace og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Selhurst Park í kvöld. Crystal Palace fékk því fjögur stig gegn Manchester United á tímabilinu eftir 3-1 sigur í fyrri leik liðanna. Eins og búist var við réðu gestirnir ferðinni í fyrri hálfleiknum. Dean Henderson var í marki United í fjarveru David de Gea en það flesta sem gerðist í leiknum gerðist á hinum vallarhelmingnum. United var mikið með boltann án þess að skapa sér mörg opin marktækifæri. Palace varðist fimlega og þeirra hættulegasti maður var Androwns Townsend. Staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Þetta þokast ekkert hjá Utd— Gummi Ben (@GummiBen) March 3, 2021 Stórstjörnur United komust lítið inn í leikinn framan af leik. Bruno Fernandes og Marcus Rashford voru lítið í boltanum en síðari hálfleikurinn var ansi tíðindalítill framan af. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, reyndi að hrista upp í sínum mönunm með því að skipta meðal annars Daniel James og Scott McTominay inn á en allt kom fyrir ekki. Nemanja Matic’s deflected strike was Manchester United’s only shot on target against Crystal Palace. Zero shots on target after the 13th minute. pic.twitter.com/zoLHf9qbTJ— Squawka Football (@Squawka) March 3, 2021 Palace fékk þó gott dauðafæri á 90. mínútu en Dean Henderson sá við Patrick van Aanholt í algjöru dauðafæri. Lokatölur 0-0. Man. United er því í öðru sætinu, heilum fjórtán stigum á eftir toppliði Man. City. United er stigi á undan Leicester sem er í þriðja sætinu en Palace er í þrettánda sætinu, nú ellefu stigum frá fallsæti. Man Utd can't break Crystal Palace down ⛔️#CRYMUN pic.twitter.com/YFR2jjSoQH— Premier League (@premierleague) March 3, 2021 Enski boltinn
Crystal Palace og Manchester United gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Selhurst Park í kvöld. Crystal Palace fékk því fjögur stig gegn Manchester United á tímabilinu eftir 3-1 sigur í fyrri leik liðanna. Eins og búist var við réðu gestirnir ferðinni í fyrri hálfleiknum. Dean Henderson var í marki United í fjarveru David de Gea en það flesta sem gerðist í leiknum gerðist á hinum vallarhelmingnum. United var mikið með boltann án þess að skapa sér mörg opin marktækifæri. Palace varðist fimlega og þeirra hættulegasti maður var Androwns Townsend. Staðan var markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Þetta þokast ekkert hjá Utd— Gummi Ben (@GummiBen) March 3, 2021 Stórstjörnur United komust lítið inn í leikinn framan af leik. Bruno Fernandes og Marcus Rashford voru lítið í boltanum en síðari hálfleikurinn var ansi tíðindalítill framan af. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, reyndi að hrista upp í sínum mönunm með því að skipta meðal annars Daniel James og Scott McTominay inn á en allt kom fyrir ekki. Nemanja Matic’s deflected strike was Manchester United’s only shot on target against Crystal Palace. Zero shots on target after the 13th minute. pic.twitter.com/zoLHf9qbTJ— Squawka Football (@Squawka) March 3, 2021 Palace fékk þó gott dauðafæri á 90. mínútu en Dean Henderson sá við Patrick van Aanholt í algjöru dauðafæri. Lokatölur 0-0. Man. United er því í öðru sætinu, heilum fjórtán stigum á eftir toppliði Man. City. United er stigi á undan Leicester sem er í þriðja sætinu en Palace er í þrettánda sætinu, nú ellefu stigum frá fallsæti. Man Utd can't break Crystal Palace down ⛔️#CRYMUN pic.twitter.com/YFR2jjSoQH— Premier League (@premierleague) March 3, 2021