Aðgerðirnar nú eru að sögn lögreglu teknar í ljósi hótana sem einn ákveðinn vopnaður hópur hafi sett fram á síðustu dögum en hópurinn er ekki nafngreindur.
Lögreglan segist þó taka hótanirnar alvarlega og segist í stakk búin til að mæta hverju sem er. Þó hefur verið ákveðið að aflýsa þingfundi í fulltrúadeildinni sem fram átti að fara í dag, vegna málsins.
Öldungadeildin ætlar þó að koma saman og ræða nýjan aðgerðapakka forsetans til að takast á við kórónuveiruna og afleiðingar hennar.