Fótbolti

Markalaust í Birmingham og Leicester lyfti sér upp í annað sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Lallana skoraði mark Brighton en það dugði ekki til.
Adam Lallana skoraði mark Brighton en það dugði ekki til. vísir/getty

Aston Villa og Wolves gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust fyrr í dag. Lallans kom Brighton yfir gegn Leicester í seinasta leik dagsins, en mörk frá Kelechi Iheanacho og Daniel Amartey tryggðu sigur gestana.

Leikmenn Wolves geta nagað sig í handabökin eftir markalaust jafntefli gegn Aston Villa. Romain Saiss fékk til að mynda algjört dauðafæri nánast á marklínu, en skot han yfir markið.

Niðurstaðan 0-0 jafntefli og Aston Villa með 40 stig í níunda sæti á meðan Wolves hefur 35 stig í því ellefta.

Leicester gerði góða ferð til Brighton þar sem að eins marks sigur gestanna þýðir það að þeir sitja nú í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Adam Lallana kom heimamönnu yfir á 10.mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Neal Maupay. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og heimamenn því með 1-0 forystu þega gengið var til búningsherbergja.

Kelechi Iheanacho jafnaði metin fyrir gestina á 62.mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Youri Tielemans.

Daniel Amartey innsiglaði svo sigur heimamanna á 87.mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Marc Albrighton.

Brighton situr enn í sextánda sæti deildarinnar með 26 stig, einungis þremur stigum fyrir ofan Fulham sem situr í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×