Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 11:03 Erling Braut Haaland skoraði sextán mörk í átta leikjunum í undankeppni HM sem var tvöfalt meira en næsti maður í Evrópuhluta undankeppni HM. Getty/ Visionhaus/ Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramótið í fótbolta í fyrsta sinn á þessari öld og í fyrsta sinn í meira en aldarfjórðung. Það eru hins vegar margir sannfærðir um að Norðmenn skapi þar usla og geti því farið langt á HM næsta sumar. Það þarf ekki annað en að skoða tölfræði liðsins í undankeppninni til að átta sig á því. Átta leikir, átta sigrar og markatalan 37-5. Liðið var að skora 4,6 mörk að meðaltali í leik og bara markakóngurinn Erling Braut Haaland var með tvö mörk að meðaltali. Thore Haugstad hjá norska ríkisútvarpinu skrifaði pistil með vangaveltum um mögulega gullkynslóð norska fótboltans. Hann veit vel að pressan hefur farið illa með margar gullkynslóðir en segir að skóli síðustu ára hafi þjappað norska liðinu saman og þar séu vinir að hittast og hafa gaman. Upphafið að gullaldartímabili Það er líka margt sem bendir til þess að við séum að sjá upphafið að gullaldartímabili hjá norska landsliðinu. Stjörnur liðsins eru enn ungar og eiga langan tíma eftir í toppformi. Fyrirliðinn Martin Ödegaard er bara 26 ára, Haaland er 25 ára og svo eru það ungu, snöggu, skemmtilegu strákarnir Antonio Nusa og Oscar Bobb sem eru bara 20 ára og 22 ára gamlir. „Á tímum þar sem goðsagnir eins og Luka Modrić og Cristiano Ronaldo halda áfram þar til þeir eru fertugir, geta Haaland og Ødegaard spilað fyrir Noreg í að minnsta kosti tíu ár í viðbót. Sérstaklega Haaland, með mataræði sitt sem samanstendur af kúahjörtum, síuðu vatni og kaffi með hlynsírópi. Það þýðir tvö Evrópumót og þrjú heimsmeistaramót. Það er bara hægt að hugsa sér hvað þessir leikmenn geta áorkað á fimm stórmótum,“ skrifaði Haugstad. Hann gengur svo langt að nefna uppgang enska stórliðsins Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar þar sem snögg kynslóðarskipti bjuggu til magnað fótboltalið. Nefnir Manchester United á þeim tíunda „Allir sem fylgdust með Manchester United á tíunda áratugnum vita hvað getur gerst þegar hópur ungra leikmanna kemst í aðalliðið á sama tíma. Þeir vaxa bæði sem einstaklingar og sem lið. Fyrir landslið er þetta fjarlægur draumur, en Noregur býr yfir einhverju af þessu,“ skrifaði Haugstad. Erling Haaland og félagar fögnuðu 37 mörkum í undankeppninni eða næstum því fimm mörkum að meðaltali í leikjunum átta.Getty/Visionhaus Hann sér sterkan og samheldinn hóp sem hefur þroskast saman og farið úr því að ekkert gert í það að klára flesta leiki með stæl. „Þetta er ekki hópur þar sem stjörnur koma og fara. Og þó að ekki hafi allir komist í aðalliðið á nákvæmlega sama tíma hafa nokkrir þeirra haldið saman síðan Ståle Solbakken tók við starfinu seint árið 2020. Vinátta hefur blómstrað. Venjur hafa skapast,“ skrifaði Haugstad. Hann skrifaði auðvitað mikið um Haaland og Ödegaard sem hafa verið lengi í hópi bestu fótboltamanna ensku úrvalsdeildarinnar en hafa verið lítið sjáanlegir í landsliðsboltanum fyrr en nú. Eldri, hraðari, sterkari og þroskaðri „Þeir hafa ekki aðeins komist á HM vegna þess að taktíkin hefur gengið upp, heldur vegna þess að nokkrir af mikilvægustu leikmönnunum eru einfaldlega orðnir eldri, hraðari, sterkari og þroskaðri. Haaland og Ödegaard voru varla komnir að unglingsaldri þegar Solbakken tók við starfinu seint árið 2020. Nú eru þeir feður og leiðtogar í tveimur af bestu félagsliðum heims,“ skrifaði Haugstad. View this post on Instagram A post shared by VG (@vgnett) „Úti í heimi er litið á Noreg sem eitthvað álíka og Króatía hefur verið síðasta áratuginn, lítið land með stór nöfn. „Svartur hestur“ sem vinnur varla HM, en getur komist langt,“ skrifaði Haugstad. Margar gylltar kynslóðir rifnar niður Hann nefnir það að margar gylltar kynslóðir hafi verið byggðar upp og rifnar niður hjá mörgum þjóðum. „Þegar Portúgal vann HM unglingaliða árin 1989 og 1991 spáðu margir – ranglega – framtíðarsigurvegara EM eða HM. Enginn á Englandi skildi hvernig Steven Gerrard, Paul Scholes, Frank Lampard og David Beckham gátu ekki unnið neitt saman. Síðan var Belgía með stjörnur um alla ensku úrvalsdeildina: Romelu Lukaku, Eden Hazard, Kevin De Bruyne. Það endaði með undanúrslitum á HM 2018. En Noregur hefur einn kost fram yfir þessi lið: Samheldnina,“ skrifaði Haugstad. „Gylltu kynslóðirnar virkuðu aldrei sem lið. Belgía skorti bakverði og neyddi stjörnurnar inn í óvant kerfi. England fann ekki út úr miðjunni og samkeppnin milli leikmannanna í ensku úrvalsdeildinni smitaðist yfir í landsliðið. „Ég hataði landsliðsverkefnin með Englandi,“ sagði Gerrard nýlega. Þú heyrir ekkert slíkt frá norska hópnum. Þessi hópur elskar að spila fyrir Noreg,“ skrifaði Haugstad. Treyjan er engin byrði Það sem hann sér eru stórstjörnur að fórna sér fyrir þjóð sína til að upplifa það sem norska landsliðinu hefur ekki tekist í meira en aldarfjórðung. „Treyjan er engin byrði, eins og hún getur verið fyrir sum landslið þegar á móti blæs. Hjá stjörnum eins og Haaland og Ødegaard hefur aldrei verið neinn vafi á því að landsliðið er að minnsta kosti jafn mikilvægt og félagsliðið, ef ekki mikilvægara,“ skrifaði Haugstad. Það má lesa allan pistil hans hér. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Það þarf ekki annað en að skoða tölfræði liðsins í undankeppninni til að átta sig á því. Átta leikir, átta sigrar og markatalan 37-5. Liðið var að skora 4,6 mörk að meðaltali í leik og bara markakóngurinn Erling Braut Haaland var með tvö mörk að meðaltali. Thore Haugstad hjá norska ríkisútvarpinu skrifaði pistil með vangaveltum um mögulega gullkynslóð norska fótboltans. Hann veit vel að pressan hefur farið illa með margar gullkynslóðir en segir að skóli síðustu ára hafi þjappað norska liðinu saman og þar séu vinir að hittast og hafa gaman. Upphafið að gullaldartímabili Það er líka margt sem bendir til þess að við séum að sjá upphafið að gullaldartímabili hjá norska landsliðinu. Stjörnur liðsins eru enn ungar og eiga langan tíma eftir í toppformi. Fyrirliðinn Martin Ödegaard er bara 26 ára, Haaland er 25 ára og svo eru það ungu, snöggu, skemmtilegu strákarnir Antonio Nusa og Oscar Bobb sem eru bara 20 ára og 22 ára gamlir. „Á tímum þar sem goðsagnir eins og Luka Modrić og Cristiano Ronaldo halda áfram þar til þeir eru fertugir, geta Haaland og Ødegaard spilað fyrir Noreg í að minnsta kosti tíu ár í viðbót. Sérstaklega Haaland, með mataræði sitt sem samanstendur af kúahjörtum, síuðu vatni og kaffi með hlynsírópi. Það þýðir tvö Evrópumót og þrjú heimsmeistaramót. Það er bara hægt að hugsa sér hvað þessir leikmenn geta áorkað á fimm stórmótum,“ skrifaði Haugstad. Hann gengur svo langt að nefna uppgang enska stórliðsins Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar þar sem snögg kynslóðarskipti bjuggu til magnað fótboltalið. Nefnir Manchester United á þeim tíunda „Allir sem fylgdust með Manchester United á tíunda áratugnum vita hvað getur gerst þegar hópur ungra leikmanna kemst í aðalliðið á sama tíma. Þeir vaxa bæði sem einstaklingar og sem lið. Fyrir landslið er þetta fjarlægur draumur, en Noregur býr yfir einhverju af þessu,“ skrifaði Haugstad. Erling Haaland og félagar fögnuðu 37 mörkum í undankeppninni eða næstum því fimm mörkum að meðaltali í leikjunum átta.Getty/Visionhaus Hann sér sterkan og samheldinn hóp sem hefur þroskast saman og farið úr því að ekkert gert í það að klára flesta leiki með stæl. „Þetta er ekki hópur þar sem stjörnur koma og fara. Og þó að ekki hafi allir komist í aðalliðið á nákvæmlega sama tíma hafa nokkrir þeirra haldið saman síðan Ståle Solbakken tók við starfinu seint árið 2020. Vinátta hefur blómstrað. Venjur hafa skapast,“ skrifaði Haugstad. Hann skrifaði auðvitað mikið um Haaland og Ödegaard sem hafa verið lengi í hópi bestu fótboltamanna ensku úrvalsdeildarinnar en hafa verið lítið sjáanlegir í landsliðsboltanum fyrr en nú. Eldri, hraðari, sterkari og þroskaðri „Þeir hafa ekki aðeins komist á HM vegna þess að taktíkin hefur gengið upp, heldur vegna þess að nokkrir af mikilvægustu leikmönnunum eru einfaldlega orðnir eldri, hraðari, sterkari og þroskaðri. Haaland og Ödegaard voru varla komnir að unglingsaldri þegar Solbakken tók við starfinu seint árið 2020. Nú eru þeir feður og leiðtogar í tveimur af bestu félagsliðum heims,“ skrifaði Haugstad. View this post on Instagram A post shared by VG (@vgnett) „Úti í heimi er litið á Noreg sem eitthvað álíka og Króatía hefur verið síðasta áratuginn, lítið land með stór nöfn. „Svartur hestur“ sem vinnur varla HM, en getur komist langt,“ skrifaði Haugstad. Margar gylltar kynslóðir rifnar niður Hann nefnir það að margar gylltar kynslóðir hafi verið byggðar upp og rifnar niður hjá mörgum þjóðum. „Þegar Portúgal vann HM unglingaliða árin 1989 og 1991 spáðu margir – ranglega – framtíðarsigurvegara EM eða HM. Enginn á Englandi skildi hvernig Steven Gerrard, Paul Scholes, Frank Lampard og David Beckham gátu ekki unnið neitt saman. Síðan var Belgía með stjörnur um alla ensku úrvalsdeildina: Romelu Lukaku, Eden Hazard, Kevin De Bruyne. Það endaði með undanúrslitum á HM 2018. En Noregur hefur einn kost fram yfir þessi lið: Samheldnina,“ skrifaði Haugstad. „Gylltu kynslóðirnar virkuðu aldrei sem lið. Belgía skorti bakverði og neyddi stjörnurnar inn í óvant kerfi. England fann ekki út úr miðjunni og samkeppnin milli leikmannanna í ensku úrvalsdeildinni smitaðist yfir í landsliðið. „Ég hataði landsliðsverkefnin með Englandi,“ sagði Gerrard nýlega. Þú heyrir ekkert slíkt frá norska hópnum. Þessi hópur elskar að spila fyrir Noreg,“ skrifaði Haugstad. Treyjan er engin byrði Það sem hann sér eru stórstjörnur að fórna sér fyrir þjóð sína til að upplifa það sem norska landsliðinu hefur ekki tekist í meira en aldarfjórðung. „Treyjan er engin byrði, eins og hún getur verið fyrir sum landslið þegar á móti blæs. Hjá stjörnum eins og Haaland og Ødegaard hefur aldrei verið neinn vafi á því að landsliðið er að minnsta kosti jafn mikilvægt og félagsliðið, ef ekki mikilvægara,“ skrifaði Haugstad. Það má lesa allan pistil hans hér. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira