Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2021 12:31 Sunna Margrét Tryggvadóttir, Ronja litla og heimsmeistarinn Jarl Magnus Riiber. Instagram/@riiberjarl Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik. Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik.
Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn